Ný vara frá Vífilfelli

26.07.2008
Kaffimeistarar Te og Kaffi og mjólkurfræðingur Vífilfells hafa tekið höndum saman og sérþróað mjólk fyrir kaffidrykki. Náðst hefur að eyða út hinu svokallaða ,,Gbragði” sem einkennt hefur geymsluþolna mjólk hér á landi og gerir því Cappuccino Mjólkin kaffið ljúffengara. Þennan árangur má þakka vöruþróun og fullkomnum tækjabúnaði Vífilfells til gerilsneyðingar.

Cappuccino Mjólk hentar vel í allar gerðir
kaffidrykkja, hvort sem hún er flóuð, freydd eða
notuð beint í hefðbundið kaffi. Kaffiunnendur eru sammála um að mjólkin
skiptir verulegu máli þegar kemur að gæðakaffi.

Sjá má nánari kynningu með því að klikka hér.