Fyrirlestur

19.09.2008

Fyrirlestur fyrir starfsfólk mötuneyta á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi
í tengslum við útgáfu handbókar um mataræði aldraðra  
Lýðheilsustöð býður starfsfólki mötuneyta sem elda fyrir aldraða á fyrirlestur um efni nýrrar
handbókar um mataræði aldraðra sem Lýðheilsustöð gaf út fyrr á árinu.
 

Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 2. október klukkan 14:30- 16:30
í sal BSRB við Grettisgötu 89, 1. hæð, í Reykjavík.
 
Aðgangur er ókeypis. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fyrirlesturinn hér:
www.lydheilsustod.is/skraning
Muna að taka fram viðburðinn: Aldraðir
 
Svipaðir fyrirlestrar munu verða haldnir á nokkrum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins síðar.