Að mörgu er að hyggja í mötuneytinu

01.11.2008
Námskeið fyrir starfsfólk í mötuneytum og eldhúsum. Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og færni til að uppfylla margbreytilegar kröfur viðskiptavinarins.

1. hluti
• Hreint og skipulagt eldhús auðveldar vinnuna – Hvaða örverur nýtum við og hverjar þurfum við að varast. Matarsýkingar og matareitranir. Meðhöndlun matvæla og umgengni í eldhúsinu.
• Lífræn ræktun og lífræn framleiðsla - Er munur á bragði á lífrænt ræktuðu og hefðbundinni ræktun?
• Aukefni í matvælum; eru þau hættuleg ? Ef við viljum takmarka notkun aukefna, hvernig förum við þá að því?
• Verklegt: sýnatökur af snertiflötum matvæla með Rodac skálum
2. hluti
• Hitastig við eldun, kælingu og geymslu. Hitastigsmælingar.
• Fjölbreytt mataræði – hvernig ? – Diskurinn - Skammtastærðir
• Grænmeti, ávextir, baunir, krydd og kryddjurtir. Meðhöndlun og notkun.
• Verklegt: Nokkrir grænmetisréttir eldaðir og borðað saman
3. hluti
• Kolvetni – Framboð og meðhöndlun. Hvernig notum við þau?
• Verklegt: Allt í einum potti eldamennska. Nokkrir réttir eldaðir þar sem við notum baunir, fisk, grænmeti, kjöt, kolvetni og góð krydd. Borðað saman.
• GÁMES-hvernig nýtist það okkur? Matseðlagerð, aðferðarfræði

Tími námskeiðs:  17., 18. og 21. nóvember kl. 13-17:30.
Staður: Rannsóknarþjónustan Sýni Lynghálsi 3, 110 Reykjavík
Sjá einnig upplýsingar á heimasíðu  www.syni.is og i síma 512-3380
Verð:  38.000.-