Aðalfundur YEHÍ á Ísafirði fimmtudaginn 23 sept

02.10.2010
María Bergvinsdóttir formaður setti fund kl 20.00 í matsal Sjúkrahússins á Ísafirði og skipaði Birgir Jónsson fundarstjóra. Birgir byrjaði á því að skipa Maríu Sigurðardóttir sem fundarritara og byrjaði María fundinn á því að lesa fundargerð síðasta aðalfundar sem var samþykkt.
Að því loknu flutti María skýrslu stjórnar og kom þar fram m.a að ekki voru send nein jólakort  sl. Ár en andvirðið var lagt inn á söfnunina Á rás fyrir Grensás eða 150 þúsund krónu. Einnig kom fram vonbrigði með mætingu á þetta þing okkar þar sem könnun var gerð í vor og þá voru góðar undirtektir en það er fámennt og góðmennt og við munum skemmta okkur vel á þessari helgi, síðan var skýrsla stjórnar samþykkt. Garðar Halldórsson gjaldkeri fór síðan yfir endurskoðaða reikninga félagsins og í umræðu um reikninga kom m.a fram hvort mikið væri af útistandandi reikningum og sagði Garðar að ef félagsmenn greiða ekki gjöldin í 3 ár væri litið svo á að þeir væru ekki félagsmenn lengur og sagði að félögum hefði fækkað úr 98 í 65 á síðustu árum og sennilega hefur kreppann eithvað að segja í þessu. Einnig hefur borið á því að ef félagsmaður hættir á vinnustað og nýr kemur í staðinn þá skilar hann sér ekki inn í félagið og því þarf að kynna félagið betur fyrir forstöðumönnum stofnanna og jafnvel reyna að koma fulltrúa frá okkur á þing þeirra til að kynna okkar félag. Einnig kom fram að félagið niðurgreiðir kostnað við þingin fyrir félagsmenn eins og t.d gistingu. Ingvar var ánægður með vaxtatekjur félagsinns sem komu fram í reikningum, og að lokinni umræðu voru reikningar samþykktir með lófataki. Byrjað var að ræða um auglýsingatekjur af blaðinu og heimasíðu og talað um að virkja hana betur,mun á  þinghaldi á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og hvað hópurinn væri miklu þéttari þegar við værum úti á landi,  einnig að færri byrgjar væru með núna þar sem fram færi keppnin matreiðslumaður Íslands. Sigurvin sagði hvort við ættum ekki að fara eftir dagskrá og taka önnur mál í lokin en við værum komin út í þau.
Næst var komið að kosningu formanns en María Bervinsdóttir gefur ekki kost á sér áfram og lætur af störfum eftir 10 ára dygga þjónustu við félagið. Eftir nokkurar ábendingar og hugmyndir gaf Anna Rósa frá FSA kost á sér og var kosinn með lófataki frá félagsmönnum. Næst var kosið um gjaldkera og var Garða Halldórsson kosinn áfram í starfið með lófataki.  Eyjólfur var kosinn áfram sem meðstjórnandi og Ingvar sem varamaður  og  sem skoðunarmenn voru kosnar Inger og Guðrún Kristín.   Ritstjórar blaðsins okkar Elín og Olga sögðu aðeins frá vinnu sinni við blaðið og var þeim þökkuð góð störf með góðu lófataki frá fundarmönnum. Í framhaldið af því var aðeins talað um auglýsingasöfnun og slæm mæting á þing getur haft áhrif á auglýsingarstyrki fyrir félagið. Fram kom hjá stjórn að Frímann á Húsavík væri búinn að sækja um að hafa þingið hjá sér eftir tvö ár og var vel tekið í þá hugmynd en á næsta ári verður þingið í tengslum við sýninguna Stóreldhúsið.
Stjórn ákvað að hafa félagsgjaldið óbreytt næsta árið og síðan var kynning á nýjum félögum sem að vísu voru ekki á staðnum en þeir koma frá Kirkjubæjarklaustri og síðan er Friða Rún á LSH kominn aftur í félagskapinn með okkur.
Undir liðnum önnur mál sem nú var kominn á dagskrá var talað um að virkja heimasíðu betur með uppskriftum bæði almennum og sem snúa að sérfæði og líka að félagsmenn sendi matseðla á Tomma til að hafa á heimasíðunni þannig að menn geti borið saman og skoðaða hvað aðrir eru að gera. Sigurvin þakkað stjórn fyrir góð störf og vildi koma á þeirri reglu  að aðilar sem væru í stjórn gengu upp og tækju ábyrgð en ekki sitja sem lengst sem meðstjórnendur það kæmi í veg fyrir að t.d formaður væri ekki fastur í starfinu til langs tíma þar sem enginn fengist í staðinn. Sigurvin vill einnig breyta uppröðun á félagatali og hafa það eftir póstnúmerum  og fékk góðar undirtektir við því og einnig kom fram að hafa þetta í stafrósröð , nöfn eða stofnanir. Sigurvin talaði einnig um sameiningar og hvernig þær geta haft verri áhrif og flækt hlutina.
María Bergvinsdóttir formaður þakkað síðan fyrir sig og var henni þökkuð vel unnin störf frá fundarmönnum og kom þá fram að nýr formaður á að taka við innann sex vikna frá aðalfundi.
Birgir sagði frá bæklingum sem hann hafði fengið hjá Upplýsingastofnum um ferðamál á Vestfjörðum og bað fundamenn að taka eintök með sér.
Að lokum fór María Bergvins lauslega yfir dagskrá helgarinnar, fræðslur og skoðunarferðir og sleit síðan vel heppnuðum aðalfundi.
Að fundi loknum buðu Birgir og Gestur í skoðunarferð um eldhúsið og allt sem því fylgir en þeir félagar buðu upp á dýrindis máltíð áður en Aðalfundurinn hófst.