Vetrarpartý Ekrunnar.
15.11.2016
Föstudaginn 11 nóvember bauð Ekran til mikillar hátíðar í Gamla Bíói við Ingólfsstræti undir heitinu Vetrarpartý Ekrunnar. Teitið hófst kl 17.00 og tóku starfsmenn Ekrunnar á móti gestum með virktum og boðið uppá léttar veitingar í mat og drykk. Jón Ingi Einarsson framkvæmdastjóri Ekrunnar bauð gesti velkomna og sagði jafnframt að hann vonaðist til þess að þetta Vetrarpartý væri það
fyrsta af mörgum og kynnti grínarann Dóra DNA velkominn á svið og fór kappinn með gott uppistand sem gestir kunnu að meta, um tónlistina sá síðan DJ DEBIC. Þetta var skemmtileg kvöldstund í Gamla Bíói í góðra manna hópi og þakka ég Ekrufólki kærlega fyrir mig.
TS.






