Aðalfundur 2017

30.10.2017

Aðalfundur YEHÍ var haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík fimmtudaginn 26 október. Eyjólfur Kolbeins formaður félagsins setti fundin klukkan rúmlega tíu og fór yfir dagskrá fundarinns og skipaði fundarstjóra og fundarritara en það voru Olga Gunnarsdóttir og Tómas Sveinson. Hefðbundin fundarstörf voru á dagsrá eins og lesin fundagerð síðastafundar og skýrsla stjórnar og voru þær báðar samþykktar samhljóða. Endurskoðaðir reikningar voru lagðir fram og samþykktir eftir fyrirspurnir og svör frá félagsmönnum. Að þessu sinni voru engar lagabreytingar hjá félaginu, allt óbreytt í þeim efnum. Í kjöri stjórnarmanna var Tómas Sveinsson endurkjörinn ritari til tveggja ára og María Sölvadóttir og Ingvar Jakobsson voru einnig kjörin til áframhaldandi stjórnarsetu. Endurskoðendur reikninga, Guðrún Kristín og Jóhann Sveinsson voru endukjörin en Sigruvin Gunnarsson sem hefur verið fjölmiðla og kynningarfulltrúi baðst undan áframhaldandi embættissetu og var þeim lið vísað til stjórnar. Félagsgjald var samþykkt óbreytt að tillögu stjórnar, og einn

nýr félagi var kynntur en hún heitir Guðrún Soffía og kemur frá HSN á Sauðárkróki.
Undir liðum önnur mál hóf formaður upp raust sína og fór yfir dagskrá þings og þær heimsóknir sem væru á dagskrá, og einnig var rætt um það hvernig menn snúa sér í því að sækja styrki til að sækja svona ráðstefnu til stéttarfélaga og stofnanna. Til stendur að hafa framvegis meira af fræðslu og þessháttar efni á þingum. Næst var komið að uppástungum með næsta þing sem er 20 ára afmæli félagsins og eftir ýtarlega skoðunarkönnun hjá fundarmönnum var Suðurland með vinninginn og var í framhaldi ákveðið að vera með næsta þing á Stracta Hóteli á Hellu 
28 til 30 september 2018. Að þessu loknu var góðum fundi slitið.

TS