YEHÍ þing föstudagur.
04.11.2017
Föstudagurinn hófst með heimsók til Bakó Ísberg að Höfðabakka og þar var tekið á móti okku með miklum myndarskap, fyritækið skoðað hátt og lágt og félagsmenn gáfu sér tíma til að versla og síðan var okkur boðið uppá frábærar veitingar og viljum við þakka Bako ísberg og starfsfólki þess fyrir frábærar móttökur. Eftir hádegi var farið vestur á Granda og Bryggjan brugghús heimsótt. Þar fengum við erindi og sýningu á bruggun bjórs sem var anski áhugavert og einnig boðið uppa smakk platta með
þremur tegnundum af bjór. Að þessari heimsókn lokinni fóru félagsmenn aftur í Laugardalinn á sýninguna Stóreldhúsið 2017 og eyddu restinni af deginum þar. Um kvöldið var síðan haldið í Nauthólsvíkina á veitingastaðinn Nauthól þar sem lokahófið var haldið, frábær staður og maturinn góður, og áttum við þarna ánægjulega kvöldstund í góðravina hópi, Birgir Jónsson var veislustjóri og sagði m.a frá tilurð félagsins o.fl. Við viljum þakka Esju / Gæðafæði fyrir þeirra þátt í lokahófinu okkar og öllum þeim sem komu að þessu þing okkar, sem var í alla staði vel heppnað.
TS.




