Fyrirlestrar og fræðsla !

15.11.2025

Eftir smá kaffihlé eftir aðalfundinn var komið að fyrstu fræðslu þingsins en um það sáu þær stöllur Guðný Jónsdóttir kennari við Matvælaskólann í Kópavogi og Guðlaug Gísladóttir næringafræðingur og efnið var maukfæði og þykkingarefni, en eins og flestir vita er kyngingarvandamál vaxandi í samfélaginu þar sem þjóðin er að eldast. Guðlaug reið á vaðið með sitt erindi um prótein og þykkingarefni og

það er greinilegt að í þessum efnum er mikil framför á nokkurum árum. Guðlaug kynnti efnin og sagði frá því að hún hefði verið með Svisslending hér á landi með kennslu sem heitir Gabriel Serero sem væri nánast galdramaður í notkun og meðverð þessara þykkingaefna og myndi hún klárlega reyna að fá hann til landsins aftur, og þá myndi hún láta félagið vita. Hún kallaði síðan Gabríel fram á Teams og ávarpaði hann okkur og sagði frá þessu þykkingarefni. Guðný Jónsdóttir fór yfir það sem hún væri að kenna sínum nemendum í MK í þessum lið og nú væru kominn til kastana form sem er hægt að laga maukfæði að þeirri tegund hráefna sem verið er að vinna úr til að öll framreyðsla matarinns væri meira augnayndi. Guðný leyfði okkur í lokin að smakka jólasíld og rúgbrauð sem hún var búinn að handera á þennann máta og setja í form og verð ég að segja fyrir mitt leiti smakkaðist þetta frábærlega.

Við fáum nánari upplýsingar síðar um efnið frá þeim stöllum og mun ég láta vita þegar það kemur.

 

TS.