Portionex
16.11.2025Eftir hádegi fengum við kynningu og fræðslu um nýtt forrit sem heitir Portionex og er það hannað af Kristni Gissurarsyni matreiðslumanni hjá Reykjavíkurborg, en hann sagði okkur að hugmyndin hafi ekki kviknað við skrifborðið heldur í eldhúsinu sjálfu en hann sagðist hafa séð vandamálið aftur og aftur með matarsóun, mataróþol og ofnæmi og þess vegna hafi hann ákveðið að
smíða þessa lausn sem Portionex er til að minka þessi vandamál. Það var sannur heiður fyrir okkur að fá höfundinn sjálfan sem kemur úr okkar röðum til að kyna þetta fyrir okkur.
Portionex er einföld og snjöll lausn sem hjálpar mötuneytum að elda rétt magn af mat á hverjum degi. Kerfið tengist við þau kerfi sem þið notið nú þegar og gefur yfirsýn sem dregur úr matarsóun og sparar tíma. Hugsaðu um Portionex sem hjálparhönd fyrir mötuneytið. Í stað þess að giska á hversu margir koma í mat, gefur kerfið þér nákvæmar tölur. Þetta þýðir minna stress í eldhúsinu, minni kostnaður fyrir fyrirtækið og ánægðari starfsmenn. Við erum ekki að selja flókinn hugbúnað, við erum að selja einfaldari vinnudag. Helsti ávinningurinn er tvíþættur: Þið hættið að sóa peningum í hráefni sem endar í ruslinu og þið sparið dýrmætan tíma sem áður fór í handavinnu og skipulag.
Fyrir stjórnendur þýðir þetta skýrari rekstur og lægri kostnaður. Fyrir yfirkokka þýðir þetta minni óvissa og meiri tími til að einbeita sér að matnum. Fyrir starfsmenn þýðir þetta betri upplýsingar og meira öryggi.
Þetta var frábær kynning hjá Kristni og þökkum við honum kærlega fyrir en allar upplýsingar um kerfið og allt það sem því viðkemur má finna á heimasíðu verkefnisins www.portionex.is
TS.






