Heimsók í Matland.

17.11.2025

Að loknu fundarhaldi og fræðslum á Hrafnistu þar sem við snæddum einnig hádegisverð og berum við öllum þar á bæ bestu þakkir fyrir fundaraðstöu og veitinganra, van næst haldið í Matland sem er bændamarkaður og þar tóku eigendur á móti okkur og fræddu okkur um starfsemi fyrirtækisins. Matland er bæði vefmiðill og vefverslun sem leggur áherslu á íslenskar matvörur og upprunamerkt hráefni. Þjónustan sem Matland býður

upp á felur í sér: Á matarmarkaði Matlands finnur þú fjölbreytt úrval af matvörum. Kjöt og grænmeti beint frá býli, matarhandverk og fisk úr sjó og landeldi. Við leggjum metnað okkar í að gefa miklar upplýsingar um þær vörur sem eru í boði hverju sinni. Þú átt rétt á að vita hvar og hvernig vörurnar þínar eru framleiddar. Boðið er upp á heimsendingu og að sækja á afgreiðslustöðvar. Flestar vörur eru afgreiddar samdægurs eða daginn eftir að þær eru pantaðar en sumar eru afhentar á fyrirfram auglýstum dögum. Matland sendir SMS-skilaboð þegar pantanir eru tilbúnar. Sérstaða Matlands er að Lögð er áhersla á hrein, hágæða matvæli frá bændum og framleiðendum sem sinna dýravelferð og umhverfisvænum aðferðum. ær eingöngu íslenskar vörur, þó með nokkrum sérvörum erlendis frá.  Við félagsmenn þökkum kærlega fyrir góða og ekki síst fróðlegar móttökur og vonandi á þeim félögum eftir að vaxa fiskur um hrygg í þessari baráttu sem matarmarkaður er.
Nánari upplýsingar www.matland.is
TS.