Óvissuferð um Reykjanes

21.11.2025

Að lokinni góðri heimsókn í Skólamata var haldið út í rútu og þar beið okkur Ásmundur Friðriksson f.v Alþingismaður og núverandi rithöfundur en Ási tók að sér að vera leiðsögumbaður í þessari óvissuferð okka. Byrjað var á því að fara í gegnum Garðinn þar sem Ási er öllum hnútum kunnugur eftir ár sín sem bæjarstjóri í Garðinum en 

Ási er afburðar sögumaður. Síðan var haldið í Sandgerði og hafnarsvæðið skoðað og það er greinilega mikill kraftur í þessum bæjarfélögum á Suðurnesjunum. Síðan var haldið fyrir Reykjanesið og sagði Ási sögur af mannlífi í gamla daga og baráttu fólks við að afla sér lífsbjargar og einnig fór hann í nútímann og framtíðaráætlanir á svæðinu ens og mikla uppbyggingu í fiskeldi á vegum Samherja, ræktun á japönskum jarðaberju í álverinu sem aldrei komst á koppinn og svo mætti lengi telja. Síðan var komið inn til Grindavíkur vestan megin og þar fór Ási yfir þetta tímabil sem nú er í gangi með þessar hrikalegu náttúruhamfarir sem hafa haft skelfilegar afleiðingar á bæjarfélagið og það harðduglega fólk sem byggt hafa upp Grindavík. Við stoppuðum á veitingahúsinu Bryggjunni sem er eins og nafnið gefur til kynna niður við höfn en þar hafa bryggjur sigið um allt að einum metra. Að loknum kaffisopa var haldið áfram í gegnum bæinn og Ási skýrði okkur frá því sem á hefur gengið í þessum hrikalegu náttúruhamförum á svæðinu, við stoppuðum aðeins í Svartsengi og skoðuðum hraunið sem rann yfir veginn á kafla þarna og að því loknu var hringurinn kláraður og Ási og Halli Helga fóru úr við Grindavíkurafleggjarann og við héldum ferð okkar áfram til Reykjavíkur og enduðum þar sem við byrjuðum við Grand Hótel.
Við félagsmenn þökkum Ásmundi kærlega fyrir frábæra leiðsögn og skemmtilegann dag á Reykjanesi.

TS.