Silli Kokkur !
22.11.2025Við enduðum gott þing og góða samveru með því að fara út að borða eins og ávalt og að þessu sinni varð Silli Kokkur að Höfðabakka 1 fyrir valinu, en Silli hefur getið sér gott orð fyrir frábæra útfærslu á villibráð og eins hefur kappinn verið með matarvagn og vann m.a besti götubitinn 4 ár í röð og segir þetta ýmislegt um hæfni kappanns og
hanns fólks en þetta er fjölskyldufyrirtæki þar sem allir leggja hönd á plóg. Auk þess að vara með veitingahús er rekinn öflug veisluþjónustu undir nafni Silla Kokks sem nýtur mikilla vinsælda. Í boði fyrir okkur var frábær villibráðamatseðill sem var mjög smekklega borinn fram og stóð seðillinn af appelsínugrafið dádýr borið fram með ruccola, trufflu balsamikedik, appelsínu og parmesan. Jólagæs reykt og grafinn í eplum og kanil. Skarfur marineraður í bláberjum, Baunin gæsabringa reykt og grafin í kakóbaunum frá omnom og súkkulaði. Gæsakæfa með púrtvínshlaupi og villibráðapaté með hindberjahlaupi en þetta var bara forrétturinn og var þetta borið smekklega fram á planka fyrir hvert borð fyrir sig. Í Aðalrétt var Hreindýr og Langvía borin fram með sætkartöflumús, rótargrænmeti, confit elduðum sveppum og soðsósu. Í Eftirrétt var val um Cfeme Brulee eða súkkulaði ostaköku.
Frábær matur sem lagaður er frá grunni og meira en það en Silli og sonur hanns eru miklir veiðimenn og veiða villibráðina sjálfir. Við áttum þarna ánægjulega kvöldstund í góðu spjalli og við viljum þakka Silla og hanns starfsfólki fyrir frábærann mat og yndislegt kvöld.
TS.







